Hitlers/Sovét-landið Íslands.

Ég verð að segja að það fór um mig ónotatilfinning við að lesa þessa frétt.  Mér er alveg sama þó þessir vegagerðakarlar séu að vinna vinnuna sína sem þeir ættu nú að sinna í dagvinnu til að spara okkur launakostnað þeirra.   Er þetta orðið svona að almenningur verður að fara að hugsa út í svona uppákomur í okkar svokallaða frjálsa landi.  Ég er svei mér þá farinn að efast um hvert þessi þjóð stefnir en að sjálfsögðu er þetta allt kynnt í nafni eftrirlits og svo með einhver verndar og öryggissjónarmið sem fyrirsagnir.   Ég minni á að við komumst ágætlega af án alls þessa eftirlits hér á árum áður og engin bar skaða af.

Ég vona að Umhverfisráðherra sjái að sér með setnignu reglugerðar sem skerðir ferðafrelsi í Vatnajökulsþjóðgarði.  Það þarf nýja hugsunarhátt hjá yfirvöldu í þessum málum og þar á að líta til hvernig þessum málum er háttað í löndum eins og "Nýja Sjálandi", "Canada" og "Bandaríkjunum".  Það þarf að reka þjóðgarðana sem fyritæki (líkt of Forest Services í US og Canada) sem hefur það að markmiði að gera gestum fært að ferðast um á eðlilegan máta í þjóðgörðum og á sama tíma gæta að og stjórna ágangi á viðkvæm svæði.  En þetta er ekki hægt með þeirri nálgun sem er á þessi mál á Íslandi. Við getum ekki verið að vonast eftir 1 milljón ferðamanna og haft enga aðstöðu til að taka á móti þeim hvað þá fyrirkomulag sem er hæft til að stjórna slíku magni af fólki.  Hér verður að fara út fyrir kassann og hugsa þetta upp á nýtt.  Ég legg til að Ragnar Franklín fyrverandi þjóðgarðsvörður í Skaftafelli verði fengin til að koma með tillögur að breyttu fyrirkomulagi að fyrirmynd annara þjóða sem hafa áratuga reynslu af svona rekstri. Ragnar hefur ritað ágætar greina um þessi mál á liðnum árum og hefur sýn á þessi mál.  Hættum að hugsa um að "BANAN" heldur fræðum almenning um hvernig á að ferðast um landið, komum upp slóðamerkingum sem fólk þekkir og virðir.  Sem dæmi að í Bandaríkjunum eru slóðamerkingar á öllum slóðum sem leyfirlegt er að nota og ef ekki er merking er ekki leyfilegt að fara hann og það virkar, engin bönn heldur almenn skynsemi sem virkar á allan venjulegan almenning.  Þar er fræðsla um þessi mál frá 6 ára áldri í skólum.  

Uhverfisráðuneytið á að fá öll útivistarsamtök til samvinnu og samstarfs og þannig virkja almenning með sér um þessi mál svo sem við fræðslu og hugarfarsbreytingu sem myndar þrísting um góða umgengni.  Þetta gæti verið með svipuðu sniði og Dómsmálaráðuneytið vinnur með Björgunarsveitum í landinu.

Kv. Jón


mbl.is Mótmæla reglum um þjóðgarðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Utanvegaakstur hefur verið stundaður allt of lengi á Íslandi. Víða má sjá hræðileg svöðusár á gróðri og má t.d. benda áleiðinni inn í Landmannalaugar mjög ljót hjólför innarlega á Dómadalsleið. Þar var einhver jeppamaður að prófa hversu langt hann kæmist.

Boð og bönn eiga ekkert að minna á eitthvað hræðilegt. Sanngjarnar og skynsamar reglur sem verður fylgt eftir eru nauðsynlegar. Jeppamenn verða að sætta sig við að þeir mega ekki allt. Af hverju minnast þeir aldrei á mun strangari reglur t.d. í Bandaríkjunum. Þar fer enginn akandi inn í þjóðgarða þó stórir séu, heldur verða að leggja bílum sínum á stæðum og fara áfram með rútum. Eru þar þá ekki líka Hitlers/Sovét fyrirkomulag eins og þú nefnir þessar reglur?

Endilega skoðaðu þetta betur. Félagið 4x4 hafa lengi lýst yfir vilja að vinna með yfirvöldunum og er það vel Andrés Arnalds hjá Landgræðslunni hefur unnið mikið starf og sem fagmaður hefur hann mikla reynslu að sjá hvað er æskilegt og skynsamlegt að gera í þessum málum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.10.2010 kl. 13:36

2 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Guðjón Ó,  meiri vitleysan í þér.  það eru víst vegaslóðar og fullbúnir malbikaðir vegir í þjóðgörðum í Bandaríkjunum sem hægt er að keyra um á.

Jóhannes H. Laxdal, 2.10.2010 kl. 14:47

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Auðvitað eru þar reglur en allar mun strangari en hér. Víða má ekki aka lengra en að vissum stöðum og fara áfram með rútum.

Þetta kemur fram hjá Ómari Ragnarssyni og ýmsum fleirum.

Menn verða að kynna sér betur hvað þeir eru að fullyrða.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.10.2010 kl. 18:12

4 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Ég var ekki að tala um einhverjar reglur,  ég var að tala um vegi og vegslóða sem má aka um sem þú sagðir að væru ekki til staðar.  Einsog þú sagðir frá þessu þá er einsog Þjóðgarðar sé bara eitthvað svartur blettur á kortinu sem enginn akandi umferð má fara um og þú verður bara gjörasvovel að ganga eða borga fyrir rútufargjöld.  Það er enginn Þjóðgarður sem er algjörlega lokaður fyrir umferð,  vissulega eru ákveðin svæði sem umferð er takmörkuð og önnur svæði sem eru ætluð fyrir fótgangandi en það er alltaf hægt að keyra inní þá og komast á aðra staði akandi.

En af hverju á núna alltíeinu að loka vegslóðum sem hafa verið notaðir í fleiri áratugi,  og það án samráðs við hagsmunaaðila og þá sem nota þennan þjóðgarð.  Og hvernig væri að lesa þetta blogg,  Jón kemur með ágætis punkta um hvernig mætti betur haga Þjóðgörðum á Íslandi og þú copy/pastear eitthvað röfl útí utanvegsakstur.

Jóhannes H. Laxdal, 2.10.2010 kl. 19:59

5 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

@Guðjón. Auðvitað er utanvegaakstur bannaður Þetta snýst ekki um utanvegaakstur heldur um að það eigi að banna akstur á vegum sem hafa verið notaðir áratugum saman.

Hreinn Sigurðsson, 4.10.2010 kl. 08:38

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hreinn: Hvað utvegaakstursvegi ertu að tala um?

Ekki var farið að aka um Vonarskarð fyrr en í fyrsta lagi fyrir um 25 árum.

Hvergi í veröldinni er utanvegaakstur leyfður úr þjóðgörðum. Þessa reglu viljið þið innleiða. Hvaða rök eru fyrir því að einhver klúbbur taki sér lögin í hendur og ákveði hvar megi aka og hvar ekki? Er ekki betra að láta yfirvöld um það?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.10.2010 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband